3.12.2007 | 00:03
Nafnið mitt er á geimfarinu STARDUST sem er nú á ferð út í geim
Ég var í fjöldamörg ár félagi í félagsskap sem heitir The Planetary Society og er í Bandaríkjunum. Í mörg ár var aðalmaðurinn í þessum samtökum Carl nokkur Sagan sem stýrði myndaflokknum Cosmos sem var sýndur í íslenska sjónvarpinu þegar ég var 14 ára. Ég dáði Carl Sagan og fékk brennandi áhuga á stjörnufræði sem ennþá varir.
Árið 1997-1998 bauðst öllum félögum í The Planetary Society að skrá nöfn sín á örflögu (microchip) sem yrði síðan send út í geim með geimfarinu STARDUST. Ég var ekki lengi að skrá mig og skv. nýjustu fréttum er STARDUST núna í OUTER SPACE, semsagt nafnið mitt er komið út í geim. Einhverjir fleiri íslendingar skráðu sig á örflögu þessa, en þeir voru örugglega ekki margir. STARDUST sendi einnig eina örflögu aftur til jarðar með milljón nöfnum og verður flögunni sennilega komið fyrir í Smithsonian safninu í Washington. Þar verður nafnið mitt semsagt líka a.m.k. á meðan siðmenningin varir.
Ég veit að þið trúið þessu varla en þetta er satt. Nafnið mitt er ásamt milljón öðrum nöfnum á vefsíðu NASA yfir þau nöfn sem raunverulega voru send með geimfarinu STARDUST út í geim.
Athugasemdir
Góðann daginn, já ég hef alltaf vitað að þú ert fræg, enda leit að annarri eins áhugamanneskju um allt milli himins og jarðar. Nafnið þitt á því vel heima þarna einhversstaðar á milli :). kær kveðja Erna
Erna Bjarnadóttir, 3.12.2007 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.