Aldrei jafn mikið að gera

hard-workAllir í Reykjavík halda að það sé ekkert að gerast úti á landi, en ég verð nú að segja það að síðan ég flutti til Selfoss hef ég haft alveg kappnóg að gera.  Ég er meira að segja ekki viss um að ég hafi nokkurn tímann haft jafn mikið að gera.  Það eru upplestrar í Bókakaffinu hjá Elínu og Bjarna, það er kórinn, það eru prjónakvöld, fyrir utan vinnuna mína sem samanstendur af áhugaverðu samblandi af smá kennslu og þýðingum.  Og nú fer í hönd jólamánuðurinn með jólaglöggi, jólakaffi, jólaskemmtunum og samkomum af öllu tagi.  Það er eins gott að maður getur hvílt sig á aðfangadagskvöld og hlakka ég nokkuð til, enda alltaf notalegt að vera heima í faðmi fjölskyldunnar.

Myndin hér til hliðar sýnir einn nemanda minna að lesa undir próf. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband