Stöðugur skjálftaórói

Sit við tölvuna og bíð eftir næsta smáskjálfta.  Það er búinn að vera nánast stöðugur skjálftaórói í kvöld.  Reikna með að sitja og fylgjast með a.m.k. næstu klukkutíma.  Mæli með því að fólk hugi að dýrum sínum sem geta orðið skelkuð eins og mannfólkið. Skjálftarnir eru ekki mjög stórir en finnast mjög vel enda einungis í rúmlega km eða nokkurra km fjarlægð.  Það hefur þó ekki neitt dottið úr hillum ennþá, og fólk heldur sig ennþá innandyra, en hvort að mönnum verður mjög svefnsamt í nótt er annað mál.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband