Virkjanasinni hefur aldrei þurft að svara þessari spurningu!

Handcuffed_to_MoneyVísindamenn sem vinna sín vísindastörf, en eru einnig á móti virkjunum, hafa verið spurðir hvort að þeir séu ekki að láta skoðanir sínar hafa áhrif á vísindarannsóknir sínar.

ALDREI HAFA VIRKJANASINNAR VERIÐ SPURÐIR SLÍKRA SPURNINGA?

Aldrei hafa þeir verkfræðingar og vísindamenn sem vinna að því að virkja á Íslandi verið spurðir að því hvort að þeir séu að láta persónulega hagsmuni t.d. fjárhagslega eða pólitískan þrýsting ákv. stjórnmálaafla stjórna gjörðum sínum. Samt er augljóst mál að margir græða persónulega á þeim framkvæmdum sem hér um ræðir.

T.d. var Kárahnjúkavirkjun skipt upp bróðurlega á milli allra stóru verkfræðistofanna til þess að passa það að allir fengju nú bita af kökunni.  En auðvitað voru þessir menn bara að vinna vísindalega en ekki að láta persónulega hagnaðarvon hafa áhrif á niðurstöður sínar þegar þeir skrifuðu t.d. umhverfismat.

Er ekki kominn tími til að kippa mönnum inn í raunveruleikann og taka lokið af spillingunni í kringum Kárahnjúka og annað virkjana og græðgisbrask undanfarinna ára? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Kristinsson

er það spilling að láta nokkrar verkfræðiskrifstofur annast vinnuna? hefði haldið að ef ein hefði fengið allt þá væri það spilling, en verið soldið jákvæð þið vinstri græn og sjáið ljósið sem mun skína á okkur í næstu framtíð vegna þess að við virkjum okkar orku fyrir börnin okkar svo þau eigi bjarta framtíð

Haukur Kristinsson, 18.11.2007 kl. 10:15

2 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Það er að mínu mati spilling þegar verkinu er skipt nokkuð jafnt á milli helstu fyrirtækjanna. Þessi skipting var engin tilviljun. Auk þess þá eru ekki allir umhverfissinnar vinstri grænir, það eru líka til umhverfissinnar í öðrum flokkum, þótt vinstri grænir séu náttúrulega besti flokkurinn ef út í það er farið.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 19.11.2007 kl. 03:05

3 Smámynd: Ásta

Mikið rétt Ingibjörg. Þetta er spurning sem vísindamenn sem hafa verið í eldlínu umhverfibaráttu þurfa alltaf að svara -

Kannski þarf að laga endurbæta lagaumhverfið.

  • Tilvonandi framkvæmdaaðili borgar fyrir mat á umhverfisáhrifum
  • Framkvæmdaaðili leitar ræður einnig verktaka til verksins
  • Verktakinn er því að vinna fyrir framkvæmdaaðilann við að sýna fram á´fýsileika framkvæmdar og leitast við að sýna fram á takmörkuð umhverfisáhrif. Slíkt er bara mannlegt því að verkfræðistofan sem sýnir fram á að framkvæmd hafi veruleg umhverfisáhrif  er ekki efst á vinsældalistanum þegar kemur að því að velja samstarfsaðíla fyrir næstu framkvæmd.
  • Svo einfalt er það - einföld markaðslögmál, að þjónusta viðskiptavininn vel, svo hann komi aftur

Ásta , 19.11.2007 kl. 10:53

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

góður punktur!

kveðja

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.11.2007 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband