16.11.2007 | 20:07
Náttúruskáldið Jónas Hallgrímsson
Jónas Hallgrímsson er ekki einungis þjóðskáld Íslendinga heldur er hann einnig einn merkasti náttúrufræðingur sem landið hefur átt. Eftir hann eru m.a. eftirfarandi línur:
Þú stóðst á tindi Heklu hám
og horfðir yfir landið fríða,
þar sem um grænar grundir líða
skínandi ár að ægi blám,
Nú skýtur skökku við að sama ríkisstjórn og heldur nú upphafna hátíðarsamkomu í Þjóðleikhúsinu í minningu Jónasar Hallgrímssonar, skuli ætla að virkja þær skínandi ár sem renna að ægi blám. Þar á ég einkum við Þjórsárvirkjanir og Hellisheiðarvirkjanir (einkum Bitruvirkjun) sem Sjálfstæðisflokkurinn er ákveðinn í að knýja í gegn, þrátt fyrir kröftug og eindregin mótmæli heimamanna.
Mér er misboðið að minning Jónasar Hallgrímssonar skuli svert með þessum illyrmislegu og ljótu virkjunum sem munu afskræma það land sem Jónas elskaði. Þau öfl og þeir menn sem vilja misþyrma landinu með virkjanaframkvæmdum eru ofurseldir peningavaldinu og viðsjárverðum erlendum öflum. Í stað danakóngs sem ásældist auð Íslands á öldum áður, eru núna erlendir auðhringir eins og Rio Tinto, Alcan og Alcoa sem ásælast íslenskan jarðhita og íslenskar ár.
Við skulum minnast Jónasar Hallgrímssonar með því að hafna öllum frekari virkjanaframkvæmdum á Íslandi næstu 100 árin.
Athugasemdir
já
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.11.2007 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.