Faðir Mozarts

Mozart_family_portrait_by_della_Croce_1780Faðir Mozarts, Leopold Mozart, aðstoðar kapellumeistari, var tónlistarmaður og tónskáld.  Hann taldi sig bara nokkuð gott tónskáld þ.e. þangað til að hann fór að fylgjast með framförum sonarins.  Í fyrstu gladdist faðirinn mikið yfir góðu tóneyra og tónelsku sonarins, en síðan brá honum skyndilega mikið þegar hann kom að hinum sex ára gamla Wolfgang Amadeus þar sem hann var að semja píanókonsert.  Faðirinn tók píanókonsertinn, skoðaði og grét.  Hann gat ekki annað.  Hann vissi að hann stóð frammi fyrir einhverju sem var svo óskiljanlegt, stórfenglegt og fagurt að því var ekki hægt að lýsa með orðum.  Það vakti einnig furðu föðurins að það var eins og drengurinn vissi alla leyndardóma tónlistarinnar áður en honum hafði verið sagt frá þeim.  Leopold Mozart hætti sjálfur öllum tónsmíðum, enda fannst honum þær nú lítilfjörlegar miðað við það sem sonurinn var að gera.  Í staðinn einbeitti hann sér að uppeldi sonarins. 

Leopold Mozart lýsir undrun sinni og stundum hálfgerðri skelfingu yfir framförum sonarins í þeim bréfum sem varðveist hafa.  Það var örugglega mikil hamingja að eignast barn eins og Mozart en það má líka að segja að faðirinn hafi fengið ansi viðamikið verkefni í hendur.  Segja má um tónlist Mozarts eins og Schuberts, Beethovens og fleiri að hún komi "beint frá Guði!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband