Miserere eftir Allegri

http://studentorganizations.missouristate.edu/TAK/downloads/michelangelo1.jpg

Kórverkið Miserere eftir Allegri er alltaf sungið í sixtínsku kapellunni í Vatikaninu.  Lengi vel var bannað að skrifa verkið niður, en Wolfgang Amadeus Mozart nokkur, hann hlustaði á það, lagði það á minnið í heild sinni og skrifaði niður eftir minni.  Ég hef orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að syngja brot úr þessu verki.  Ég segi brot, af því að verkið er ansi langt, og nokkuð krefjandi í flutningi.  Þetta verk rifjaðist upp fyrir mér þegar ég fann gömlu kórnóturnar mínar í bílskúrnum um daginn.  Það er afskaplega gaman að syngja Allegri, og ótrúlegt að Mozart skyldi hafa getað munað verkið í heild sinni eftir að hafa heyrt það bara einu sinni.

Annars er ég í miklu tónlistarskapi núna, kannski er það mjálmið í kettinum sem er svona músíkalskt en allavegana, án tónlistar væri lífið svo afskaplega mikið fátækara. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mozart heyrði verkið reyndar tvisvar, fyrst skrifaði hann það niður og í annað sinn leiðrétti hann villur. En það er samt ótrúlegt.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.11.2007 kl. 11:42

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Mozart er ótrúlegur...mikið væri gaman að fá hans líka í tónlistinni í dag!

Kveðja á þig Ingibjörg

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.11.2007 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband