Orkuveitusápan - spillingin eykst

dallasNú segja gárungarnir að Árni Sigfússon sé búinn að setja hluta af sparifénu í Geyser Green Energy og orðinn einn af eigendunum. Kárahnjúkar eru komnir nokkra milljarða fram úr áætlun en aðalbókari Landsvirkjunar er ekki alveg viss um hvort að þetta séu raunverulega auka núll eða kannski bara flugnaskítur á pappírunum. Auk þess er svo erfitt að lesa þessa pólsku, ítölsku og kínversku verktakareikninga og breyta þeim yfir í dollara.  

Íslenska ríkisstjórnin ætlar að halda áfram að losa koltvíoxíð út í andrúmsloftið enda löngu búið að sanna með landlæknisnefnd að loftslagsbreytingar eru afskaplega góðar á Íslandi en bara voðalega vondar í útlöndum.  Við munum geta farið í sólbað, ræktað korn, og borðað vínber á meðan öll Jörðin brennur annarsstaðar.   Þetta hlýtur að vera satt af því að nefndin sagði þetta.

Síðan er olíuverð alltaf að hækka og OPEC fundir þykja nú aftur fréttaefni í heimspressunni.  Bráðum verður sendur leiðangur af stað til þess að leita að olíu í öðrum sólkerfum.  Nú skipta grænu karlarnir frá Mars engu máli nema þeir hafi ummyndast yfir í eldsneyti.  Það skyldi þó aldrei vera gas á Io?

Hannes Smárason er ennþá að leita að skiptimynt í stöðumælinn og Landsvirkjun er að hugsa um að semja við NASA um jarðhitavinnslu á Io sem er eitt af tunglum Júpíters. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband