Orkuveitu- og fjármálasápan - framhald

http://www.dvdinmypants.com/reviews/A-G/images/dallas3.jpgNú er Hannes Smárason búinn að koma FL-Group í taprekstur og ætlar að bjarga sér með því að einkavæða Indónesíu.  Forsetinn er kominn á launaskrá hjá Bjarna Ármannssyni og Össur Skarphéðinsson langar líka í kauphækkun.  Bráðum verður opnað sendiráð á Filippseyjum og verður Dorrit sennilega gerð að sendiherra.  Demantavinnsla er hafin í Esju með innfluttu vinnuafli og bráðum stendur til að dæla brennisteinsvetni frá Bitruvirkjun yfir úthverfi Reykjavíkur.  Gasgrímum verður útdeilt til íbúa í Norðlingaholti og verða haldnar sérstakar brennisteinsvetnisæfingar í grunnskólum Reykjavíkur.  Árni Sigfússon er byrjaður að byggja álver úr legokubbum og Árni Johnsen sást síðast með gröfu í Landeyjum þar sem grunur leikur á að hann ætli að grafa Vestmannaeyjagöng í einkaframtaki.  Sue Ellen er komin í fangelsi fyrir morðið á Smirnoff en hún er byrjuð að múta sér leið út með hjálp veltukorts frá Glitni.  Pamela og Bobby eru komin til Indónesíu og Bobbý er að hugsa um að læra jarðhitabankafræði.  Enginn veit ennþá hver á Hitaveitu Suðurnesja.  Bjarni Ármannsson hefur keypt höfundarréttinn á bókinni The Picture of Dorian Gray og menn segja að hann eigi spegil á háaloftinu.

Fylgist með í næsta þætti þegar álversframkvæmdir hefjast á Indlandi.  Árni Sigfússon frelsast og gefur eigur sínar,  Bjarni Ármannsson les A Christmass Carol eftir Dickens og Hannes Smárason uppgötvar að hann vantar skotsilfur í stöðumælinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Bíð spennt eftir áframhaldinu.

María Kristjánsdóttir, 6.11.2007 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband