Heilagur köttur frá Burma

birman-0043Við vorum að taka að okkur í fóstur heilagan kött frá Búrma, svokallaðan Birmakött.  Hann er fallegasti köttur sem ég hef nokkurn tímann séð.  Hann er farinn að mjálma og sleikja á sér feldinn.  Ég má taka hann upp og síðan er hann búinn að uppgötva gluggakisturnar í húsinu sem eru tvær.  Þar getur hann setið og horft út, en þetta er inniköttur.  Ég er í skýjunum.  Ég er svo hamingjusöm að ég get varla lýst því.  Loksins. Ath. myndin er ekki af kettinum en af sambærilegum ketti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hann Mali minn biður að heilsa kisunni og þér.

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.10.2007 kl. 00:04

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Guð hvað þetta er fallegur köttur. Settu inn mynd af þínum við fyrsta tækifæri.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.10.2007 kl. 00:07

3 Smámynd: Fishandchips

Já, sætur.... En fer hann ekki mikið úr hárum?

Er með ósköp venjulegan heimiliskött, sem hegðar sér óvenjulega.

Það er kannski efni í nýja færslu

Fishandchips, 30.10.2007 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband