Frábær vefur fyrir þá sem vilja skrifa - rithringur.is

pen_night_writerÍ nokkur ár hefur verið starfandi frábær vefur fyrir þá sem vilja æfa sig að skrifa sögur og smásögur.  Vefurinn byggist á því að hver sem er getur sett inn sögu og fengið hana ritrýnda af öðrum þátttakendum.  Inni á Rithringnum eru nokkrir rithöfundar sem þegar hafa gefið út bækur og miðla þeir einnig af reynslu sinni til óreyndari þátttakenda.  Haldin eru upplestrarkvöld og ýmis konar spjall er einnig í gangi þar sem hægt er að ræða um hluti sem tengjast bókmenntum og skáldskap.

Ég mæli því eindregið með Rithringnum fyrir þá sem eru með efni í skúffunum.  Slóðin er www.rithringur.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband