Orkuveitusápan - framhald!

JR_EwingFjölskyldan hefur nú komið Willy J.R. á elliheimili en dauðaleit stendur yfir að samningnum sem Willy skrifaði undir.  Miss Elly heldur því fram að hundur hjónanna hafi étið samninginn af því að hann var í megrun (og svangur).  Willy J.R. er í sjokki af því að fjármálahákarlarnir hafa allir sitt eintak af samningnum en hann hefur bara hundaskít.

Björn Ingi Cliff Barnes er búinn að bjarga pólitískum ferli sínum í bili og hefur ráðið Bill Clinton sem fjölmiðlafulltrúa og kynlífsráðgjafa.  Kosningastjórinn er kominn til Síberíu þar sem REI ætlar að fjárfesta í olíuleit við Pechora í samvinnu við rússnesku olíufurstana.  Olíuhreinsunarstöð verður reist í Viðey og mun loga þar stöðugur eldur í minningu John Lennons.  Það er búið að reikna út áhættulíkan fyrir olíuhreinsunarstöðina og ef hún springur kviknar bara í Höfða.  Grímseyjarferjan hefur hafið sætaferðir út í Viðey.

Pamela er komin í jóga hjá samtökum íslandsvinarins Sri Chimnoy og Sue Ellen sást síðast í tygjum við Ringo Starr en þau fara huldu höfði af því að glæponinn Smirnoff er afbrýðisamur og eltir þau uppi hvar sem þau eru.  Ennþá er ekki vitað hver á hitaveitu Suðurnesja.

Fylgist með í næsta þætti þegar:  J.R. Willy dregur sig endanlega út úr pólitík.  Bjarni Ármanns litar bláu augun sín græn, Sue Ellen drepur Smirnoff með kreditkorti Björns Inga og Vladimir Pútín er orðinn forstjóri Hitaveitu Suðurnesja sem heitir núna Rússkíj energíj í geotermícheskaja kompaníja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Góð samlíking.

Steingerður Steinarsdóttir, 16.10.2007 kl. 17:09

2 Smámynd: eir@si

Snilld!

eir@si, 17.10.2007 kl. 00:21

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þú værir prýðisgóður rithöfundur fyrir kvikmyndasápur á borð við þessa sem við þekkjum.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 17.10.2007 kl. 21:50

4 Smámynd: Morten Lange

Frábær texti !

Morten Lange, 17.10.2007 kl. 22:58

5 identicon

Bíð spennt eftir framhaldinu...heheh kv. Erna

Erna (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband