Að reikna sig út í horn (með reiknilíkani Landsvirkjunar)

riverNú liggur loksins fyrir áhættumat vegna Þjórsárvirkjana.  Í áhættumatinu er m.a. notað HEC reiknilíkan sem nota má til að reikna út flóð í vatnsföllum bæði með og án mannvirkja.  Eins og alltaf þegar slík líkön eru sett upp skiptir öllu máli HVAÐ ER SETT INN Í LÍKANIÐ Þ.E. FORSENDURNAR SEM GENGIÐ ER ÚT FRÁ. 

LÍKÖN ERU EINFÖLD:  UPPLÝSINGAR INN -> KEYRSLA Á LÍKANI ->UPPLÝSINGAR ÚT

Verkfræðingar eru frægir fyrir að setja allt mögulegt inn í reiknilíkön og keyra út niðurstöður.  Þeir setja sennilega ástina sína einnig inn í reiknilíkan og fegurðina við sumarbústaðinn sinn og jafnvel dauðann sjálfan og reikna síðan út líkurnar. 

Áhættumatið vegna Þjórsárvirkjana er ekkert annað en eitt stórt reiknilíkan hugsað af verkfræðingum Landsvirkjunar og eins og gildir um öll slík reiknilíkön kemur jafn mikið af bulli út úr líkaninu eins og magn bulls sem er sett inn í það í upphafi.  Jafnan lítur þá svona út:

BULL INN -> KEYRSLA Á LÍKANI -> BULL ÚT.

Ég er mjög spennt að sjá hvernig verkfræðingar Landsvirkjunar hafa sett jarðfræði svæðisins inn í líkan með sprungum á 1km bilum, flekaskilum, landreki, jarðhita, megineldstöðvum, jökulbergi, setlögum, tíðum jarðskjálftum og þar fram eftir götunum.  Þeir hljóta að nota hröðustu ofurtölvur sem til eru í heiminum því annars er ekki hægt að reikna alla þessa parametra saman auk þess sem þeir hljóta að fá nóbelsverðlaunin fyrir þetta líkan takist þeim að koma því heim og saman og fá einhverja vitræna niðurstöðu. 

Auk þess þorir enginn sem skrifar áhættumat fyrir Landsvirkjun hér á landi að segja Landsvirkjunarmönnum sannleikann þ.e. að ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ VIRKJA MEÐ GÓÐU MÓTI Í NEÐRI HLUTA ÞJÓRSÁR.  ÞAÐ ER EINFALDLEGA EKKI ÁHÆTTUNNAR VIRÐI!  ÞAR AF LEIÐANDI EF ÁHÆTTUMATIÐ HEFÐI VERIÐ UNNIÐ AF ÓHÁÐUM ERLENDUM AÐILA ÞÁ HEFÐI SÁ AÐILI KOMIST AÐ ÞEIRRI NIÐURSTÖÐU AÐ ÞAÐ BORGAÐI SIG AÐ HÆTTA VIÐ ALLAR FRAMKVÆMDIR.  ÁHÆTTAN ER SVO MIKIL AÐ HÚN RÚMAST EINFALDLEGA EKKI INNAN LÍKANSINS.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

oh my GOD!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.10.2007 kl. 23:54

2 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Takk fyrir góðar og þarfar athugasemdir, Ingibjörg. Ég held að það sé tekið allt of mikið mark á bulli í líkönum á þessum klaka okkar. Eða líkön fá að ráða alt of miklu.

Brynjar Hólm Bjarnason, 15.10.2007 kl. 07:41

3 Smámynd: Ásta

Líkurnar eru 1:10.000/ári

Sem segir alla söguna - Suðurlandsskjálftar á bilinu 6,5 til 8M munu valda aðeins ásættanlegri hættu. Jafnvel nýtt ísaldarskeið (10.000 ár frá því að jöklarnir hopuðu á Suðurlandi) er nánast innan skekkjumarka.

Ásta , 22.10.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband