Að skapa sitt eigið starf utan Reykjavíkur!

imagination-treeÞegar ég flutti til Selfoss var ég ekki með neitt fast starf í hendi.  Þannig að ég einfaldlega settist niður, hugsaði og bjó til mitt eigið starf.  Ég byrjaði á því að stofna mitt eigið fyrirtæki sem er bara Ingibjörg Elsa Björnsdóttir og síðan gerði ég samning við þýðingarstofu og um leið var ég orðin sjálfstæður þýðandi.  Síðan hef ég haft alveg feykinóg að gera, borga mína skatta og skyldur til skattstjórans á Hellu og ég er komin með bókhaldið til hennar Maddý sem heldur utan um það föstum höndum.  Þannig hefur mér tekist að skapa nýtt starf á Suðurlandi, starf sem ekki var áður til staðar.

Þessi árangur byggist að sjálfsögðu á menntun, menntun og aftur menntun.  Ef ég hefði ekki tekið námskeið í þýðingarfræði í Háskólanum, verið með B.A. próf í  tungumálum og B.Sc. próf í jarðfræði hefði þetta örugglega ekki tekist.  Ég hef reyndar einnig verið að kenna sem stundakennari í Fjölbraut á Suðurlandi aðallega til þess að komast út og hitta fólk.  Það er mjög gaman að blanda kennslu saman við þýðingarnar, en ég sé samt fram á að þýðingar verði mitt aðalstarf í framtíðinni. 

Ég styð þessvegna þær hugmyndir að setja upp fleiri háskólasetur t.d. hér á Suðurlandi vegna þess að í tengslum við slíkar stofnanir og Akademíur getur ýmiss konar starfsemi og fræðaiðkun orðið til.  Það er því mikilvægt að vinna áfram að því að fjölga menntakjörnum á landsbyggðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband