Til hamingju JCI Reykjavík!

Hinn frábæri félagsskapur Junior Chamber International Reykjavík er 40 ára um þessar mundir.  Af því tilefni var efnt til glæsilegs afmælisfagnaðar.  Að sjálfsögðu voru haldnar frábærar ræður,  og eins og alltaf í JC er maður manns gaman.  Ég var svo heppin að vera í JC Reykjavík í nokkur ár.  Þar lærði ég m.a. framkomu, ræðumennsku, fundarstjórn og fundarritun.  Ég get varla lýst því hversu vel þessi þjálfun hefur nýst mér í öðrum félagsstörfum síðar meir t.d. hjá Rauða Krossinum og í stjórn Landverndar.  Eftir að hafa verið fundarritari á Landsþingi JC Ísland í Keflavík hefur mér aldrei fundist neitt mál að snara fram fundargerðum, stórum eða smáum við ýmis tækifæri öðrum yfirleitt til mikillar ánægju.  Að sama skapi hefur þjálfun í ræðumennsku hjálpað mér að koma fram og einnig styrkt mig í framkomu í fjölmiðlum.  Að lokum má nefna að góð kunnátta í fundarstjórn er gulls ígildi, einkum á aðalfundum félaga og á húsfundum.  Ég vil því nota tækifærið og óska JCI Reykjavík til hamingju með 40 ára afmælið og þakka fyrir þau skemmtilegu ár og þá góðu þjálfun sem vera mín í Junior Chamber færði mér.  Takk fyrir mig!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband