Orkuveitusápan - Er fjölskyldufaðirinn Willy J.R. kominn með alzheimer

dallasHin æsispennandi sápuópera, Einkavæðing orkuveitunnar heldur áfram.  Fjölskyldufaðirinn Willy J.R. man ekki lengur hvað hann skrifaði undir, en allt í kringum hann bíða fjármálahákarlarnir sem þegar hefur verið boðinn forkaupsréttur.  Miss Elly hefur áhyggjur af því að Willy J.R. sé kominn með alzheimer og Bobby ætlar að leita að heilaskurðlækni. 

Á meðan er hinn lævísi Björn Ingi Cliff Barnes búinn að ræna hluta fjölskylduauðsins og koma honum til kosningastjóra síns sem hefur grunsamleg sambönd við litháísku mafíuna og olíufursta í Rússlandi.  Enginn veit lengur hver á hitaveitu Suðurnesja og Pamela er á barmi taugaáfalls.  Sue Ellen er horfin.

Inn á sviðið þýtur umboðsmaður alþingis og ætlar að fara að rannsaka fjármál Southfork fjölskyldunnar með leyfi frá ríkisskattstjóra.  Björn Ingi Cliff Barnes og kosningastjóri hans hafa samband við félaga sína Smirnoff og Rúbljov í litháínsku - rússnesku mafíunni í því augnamiði að ryðja andstæðingunum úr vegi.

En spurningin er:  Er Willy J.R. kominn með alzheimer ?  Ef svo er mun fjölskyldan koma honum á elliheimili?  Hvað verður um Pamelu?  Er glæpóninn Smirnoff í tygjum við Sue Ellen?  Hvað varð um gimsteina rússnesku keisarafjölskyldunnar?  Eru þeir orðnir hluti af Hitaveitu Suðurnesja og hefur Vladimir Pútín þá forkaupsrétt?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Kannski vaknar Willy í sturtunni og fattar að hann var bara að dreyma óþægilegan draum. Eða Björn Ingi Barnes öðlast samvisku og segir af sér. Eða að Alfreð Þorsteinsson verði aftur stjórnarformaður Okurveitunnar. Hver veit en ég bíð spenntur eftir að sjá nýjan meirihluta sópa gólfin í Okurveitunni. Held að það verði sveigt fram hjá skúmaskotunum þar sem kosningarstjórar og fleiri bittlingabændur bíða eftir betra veðri. Sápan er allavega ekki nærri búin.

Ævar Rafn Kjartansson, 12.10.2007 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband