Bláu augun hans Bjarna

bjarniÉg man eftir Bjarna Ármannssyni sem ungum óánægðum kennara í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi.  Hann gekk um gangana með óánægjusvip og lét hvern sem vildi vita að HANN ætlaði ekki að festast í farinu sem kennari.  Skömmu síðar frétti ég af honum sem verandi í Háskóla Íslands og vinnandi að atvinnumálum stúdenta.  En sennilega hefur hann unnið mest í sínum eigin atvinnumálum vegna þess að allt í einu hafði hann tekið frábært próf frá erlendum háskóla og var orðinn bankastjóri.

Enginn á Íslandi var eins hissa eins og ég.  Það hafa margir íslendingar tekið hæstu próf frá erlendum háskólum, sennilega fleiri en almennt vitað er um, en ekki hafa allir þessir gáfumenn og konur (við skulum ekki gleyma þeim) verið gerð að bankastjórum.  En Bjarni var semsagt heppinn - hann vann í happadrætti lífsins og þarf þess vegna ekki framar að vinna sem kennari og fá útborgað 110 þús. kr. á mánuði fyrir 75% starf.  Eins gott miðað við hvað hann hafði lítinn áhuga á kennarastarfinu.  En Bjarni og hans líkar sem hafa fengið bankastjórastóla og auðlindir þjóðarinnar afhentar á silfurfati ættu að muna að það er ennþá til fólk í þessu þjóðfélagi sem vinnur fulla vinnu t.d. við umönnun sjúkra og aldraðra en fær útborgað samt einungis um 100 þús. kr. á mánuði.  Þessir menn ættu að átta sig á því að þeir eiga engan forkaupsrétt á auðlindum landsins SEM VIÐ ÆTTUM AÐ EIGA ÖLL SAMEIGINLEGA.  Þeir hafa einfaldlega ekki unnið fyrir því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott að festast ekki í sama farinu og hafa metnað.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 07:51

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Umhugsunarvert.

Steingerður Steinarsdóttir, 8.10.2007 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband