Verðlagning á fyrirtækinu mér

c_users_ingibjorg_elsa_pictures_ingibjrg-elsaÞar sem ég er búin að uppgötva að menn verðleggja sjálfir sín eigin fyrirtæki og setja síðan á hlutabréfamarkað hef ég ákveðið að verðleggja fyrirtækið Ingibjörg Elsa Björnsdóttir sem er náttúrulega bara ég, undirrituð og allar mínar persónulegu mannauðlindir.  Mér reiknast svo til eftir að vera búin að meta alla mína miklu hæfileika og menntun að ég sem fyrirtæki nái upp í þetta 63 - 65 milljarða sem er aðeins meira en Landsvirkjun.  Mannauður minn er þar náttúrulega mestur en einnig hef ég stórt heilabú sem flokkast undir náttúruauðlind sem e.t.v. er að einhverju leyti vannýtt!  Með því að virkja sjálfa mig ætti ég semsagt að geta grætt um 150 milljarða eða svo þannig að bráðum verður fyrirtækið ég eða Ingibjörg Elsa Björnsdóttir sett á hlutabréfamarkað.  Að sjálfsögðu er ég í bullandi útrás, enda sífellt að blogga og skrifa í blöðin, og bráðum mun ég opna útibú í Kína og á Indlandi.  Er ekki einhver sem vill gerast kjölfestufjárfestir?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband