Frábær ljóðaupplestur hjá Matthíasi

matthiasSunnlenska Bókakaffið hélt upp á eins árs afmæli sitt í dag, mér til mikillar ánægju.  Í tilefni dagsins las Matthías Johannessen upp ljóð og voru þau hvert öðru betra.  Einkum hafði ég gaman af kvæðinu um gula köttinn en mörg önnur ljóða Matthíasar voru afbragðsgóð. 

Ég var líka afskaplega ánægð að kaupa gamalt eintak af Bernskunni og Geislum, bækur sem ekki sjást oft nú til dags en mætti gjarnan endurútgefa.  Einkum fannst mér Bernskan skemmtileg og lifandi auk þess sem þessar bækur eru skrifaðar á svo góðri íslensku.

Ég vil þakka fyrir frábæra stund í Sunnlenska bókakaffinu og þakka Bjarna og Elínu fyrir að hafa skipulagt þessa skemmtilegu uppákomu.  Ég hlakka til að heimsækja Sunnlenska bókakaffið í framtíðinni og hvet alla til að gera slíkt hið sama. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband