Stiglitz og einkavæðingin

stiglitz_josephEr að lesa bók eftir Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði.  Hann segir m.a. um einkavæðingu eftirfarandi og lesið nú vel:

Einkavæðingin byggði á þeirri hugmynd að ríkisstjórnir eyddu  oft tíma í hluti sem aðrir gætu gert betur t.d. að reka stálverksmiðjur eins og í Kóreu.  Þannig var einkavæðingin ekki svo vitlaus hugmynd.  Hins vegar bendir Stiglitz á að til þess að einkavæðing geti farið fram svo vel takist þurfi ákveðnar FORSENDUR:

1.  Það eru sumir nauðsynlegir hlutir sem markaðurinn sinnir einfaldlega ekki, og ef markaðurinn sinnir þeim ekki þá þarf ríkið að gera það.

2.  Það má ekki vera fákeppni í samfélagi þar sem einkavæðing fer fram.  Samkeppni þarf þvert á móti að vera mjög virk ÁÐUR EN EINKAVÆÐING ER REYND til þess að einkavæðing gangi vel fyrir sig.  Annars fáum við þá stöðu að einungis örfáir aðilar eiga allt og það er engin samkeppni.

3.  REGLUGERÐIR OG LÖG þurfa að vera til staðar ÁÐUR EN EINKAVÆÐING fer fram.  Annars endar allt í lögleysu og völd og fjármagn safnast á fárra manna hendur.

4.  Einkavæðingin MÁ EKKI SLÁTRA FLEIRI STÖRFUM EN HÚN SKAPAR.  Sum störf eru ónauðsynleg í ríkiskerfinu en ef einkavæðingunni fylgir einungis fækkun starfa og uppsagnir þá leiðir hún til samfélagslegra erfiðleika og skapar óánægju og meiri fátækt sem ekki er markmið hennar.

Niðurstaðan er sú að einkavæðing, eigi hún yfirhöfuð að fara fram, þarf að vera hluti af miklu stærra samfélagslegu verkefni.  T.d. er fáránlegt að hækka stýrivexti (Háir stýrivextir slátra litlum fyrirtækjum) og einkavæða á sama tíma.  Einkavæðing eyðir störfum og ef litlum sprotafyrirtækjum er slátrað á sama tíma þá verður einfaldlega engin atvinna fyrir fólk.

Síðan er það náttúrulega spurningin um velferðarkerfið.  Hvar viljum við  setja mörkin.

Annað sem Stiglitz segir að fylgi einkavæðingunni er SPILLING!  Ríkisfyrirtækjum hefur í mörgum löndum verið komið í hendur vina og vandamanna stjórnvalda,  í svo ríkum mæli að menn tala ekki lengur um einkavæðingu heldur græðgisvæðingu.  Ef stjórnvöld eru spillt á annað borð eins og er í mörgum ríkjum heims, þá er ólíklegt að einkavæðing leysi vandamálið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fróðlegir punktar!

Þessi lesning ætti að vera skyldulesning fyrir einfalda stjornmálamenn!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 4.10.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband