Um þjóðarmorðið í Rwanda

rwanda6Einhvern tímann var það sagt að borgarastyrjaldir væru verstu styrjaldir sem til væru vegna þess að þá dræpu vinir vini sína.  Skólasystkin dræpu hvort annað og miskunnarleysið væri algjört.  Það var einmitt þetta sem gerðist í Rwanda.  Hútúar sem voru í meirihluta í landinu ætluðu hreinlega að útrýma Tútsum.  Það sorglega er að alþjóðasamfélagið var of seint að bregðast við þannig að hundruðir þúsunda manna, kvenna og barna voru myrt áður en blóðbaðið var stöðvað.  

Átökin í Rwanda voru ekki bara átök á milli etnískra hópa.  Þau voru einnig átök um auðlindir og land til ræktunar sem var orðið af skornum skammti í landinu.  Hútúar vildu ráða auðlindum landsins algjörlega.   

Þegar lesið er um átökin í Rwanda er undarlegt að sjá hvernig hið ágætasta fólk gat breyst í morðingja á tiltölulega skömmum tíma.  Þegar fólk lætur óttann stjórna gjörðum sínum missir það oft alla siðferðiskennd og tilfinningu fyrir því hvað sé rétt og hvað rangt.  Það sekkur ofan í myrkrið og virðist varla eiga þaðan afturkvæmt.  Enn og aftur komumst við að sömu niðurstöðunni.  Til þess að lifa þarf ómælt hugrekki, trú og kærleika.

En það sem skiptir máli er að til þess að lifa af stríð er ekki nóg að lifa það af líkamlega,  það þarf líka að lifa það af andlega og það er ekki síður erfitt.  Einn maður sagði:  það má skipta íbúum jarðar í tvo hluta:  þá sem hafa upplifað stríð og þá sem vita ekki hvað það er.

En til þess að lifa stríðið af andlega verður manneskjan fyrst að finna kærleikann innra með sér og jafnvel verður hún að hafa styrkleika til þess að geta fyrirgefið andstæðingum sínum.  Vegna þess að án fyrirgefningarinnar nær hatrið að festa rætur og enginn manneskja getur búið við hatur til langframa án þess að bíða mikið tjón á sálu sinni.  Fyrirgefningin og kærleikurinn sem er óendanlegur er nauðsynlegur til þess að hægt sé að ná friði eftir allar styrjaldir.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Mér langar til að benda þér á bók sem er á náttborðinu hjá mér og er um þetta efni. Hún heitir "The Bishop of Rwanda" og er eftir John Rucyahana

Þessi bók snertir nákvæmlega á fyrirgefninguni og lexiuni sem hægt er að draga af hennar krafti.

Kv

Eíríkur I

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 23.9.2007 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband