Að standa vörð um eldinn

Einu sinni bjuggu á eyjunni Samos snarvitlausir grikkir eins og Pýthagóras sem fann upp Pýthagórasarregluna og Aristarchus sem hélt því fram að jörðin snérist í kringum sólina.  Að sjálfsögðu trúði þeim ekki nokkur maður og það var ekki fyrr en á 15.öld sem Kóperníkus rökstuddi það vísindalega að jörðin væri ekki miðpunktur alheimsins.  Síðan reiknaði Jóhannes Kepler út brautir reikistjarnanna.

Raunvísindin og þekkingin um heiminn hafa oft átt erfitt uppdráttar gagnvart alls kyns hindurvitnum.  Það var eins gott að arabar varðveittu stærðfræðiþekkingu forn-grikkja á meðan galdrabrennur og annað rugl geisaði í Evrópu.  

Bruni bókasafnsins í Alexandríu var mikið áfall fyrir menningu heimsins,  en þannig er, að það skiptir máli að standa vörð um eld vísindanna.  Stærðfræði og heimspeki eru grunnurinn undir öllum vísindum og án vísindanna vitum við nánast ekkert um heiminn.  

Það er allt í lagi að trúa á Guð, en það er algjör óþarfi að útskýra jarðskjálfta með vísun í trúarbrögð eða að útskýra náttúruleg fyrirbæri yfirleitt með trúarlegum hætti.  Við verðum að standa vörð um eld vísindanna, annars gæti svo farið að við stefndum aftur inn í myrkar miðaldir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband