Albrecht Dürer og iðnverkið

durerÁ endurreisnartímanum lærðu myndlistarmenn myndlist sem iðngrein.  Þeir fóru í læri hjá meistara og tóku sveinspróf.  Þannig voru mörg myndlistarverkstæði sem "framleiddu" myndverk ekki síður en prentverk.

Einn af snillingum endurreisnarinnar sem lauk iðnnámi var Albrecht Dürer.  Dürer vakti hneykslan og athygli er hann málaði sjálfan sig með hlutföllum sem fram til þess tíma höfðu einungis verið notuð til þess að lýsa Jesú Kristi.  Þessi gjörningur Dürers var dæmigerður fyrir það tímabil endurreisnarinnar sem endurskoðaði ofan í kjölin stöðu mannsins í alheiminum og setti sólina í miðju sólkerfisins.

Menningin felur í sér að færa þekkingu á milli kynslóða.  Ef þekkingin týnist eða glatast fer forgörðum tækifæri til þess að varðveita menninguna.  Við vitum ekki í dag hvernig Rembrandt fór að því að mála og e.t.v. höfum við einnig glatað hluta af handverki Albrechts Dürers. 

Er ekki kominn tími til að sameina list og handverk aftur þannig að virðing fyrir handverkinu aukist enn frekar.  Góður handverksmaður er sannur listamaður og Albrecht Dürer sem er einn merkasti myndlistarmaður allra tíma leit sennilega fyrst og fremst á sjálfan sig sem handverksmann.

durer selbst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband