13.9.2007 | 21:52
Merkasti líffræðingur samtímans
Edward Osborne Wilson er án efa einn merkasti líffræðingur samtímans. Hann er prófessor emeritus við Harvardháskóla þar sem hann hefur í fjöldamörg ár barist fyrir verndun líffræðilegs fjölbreytileika. Wilson hefur skrifað margar bækur m.a. Consilience og The future of Life og hann hefur tvisvar sinnum hlotið Pulitzer verðlaunin.
Wilson hefur miklar áhyggjur af því að við séum að glata lífríki jarðarinnar með því að skrásetja það ekki áður en það hverfur. Hann vill hrinda af stað stóru alþjóðlegu verkefni til þess að kortleggja allt líf á jörðunni. Wilson bendir á að við séum langt komin með að kortleggja genamengi mannsins og við séum að undirbúa það að senda manneskju til Mars. Þó vitum við ótrúlega lítið um þá reikistjörnu sem við sjálf byggjum.
Edward O. Wilson er einn fremsti náttúruverndarsinni samtímans og einn sá líffræðingur sem borin er mest virðing fyrir um allan heim. Wilson veit sem er að mannkynið er háð náttúrunni og öðrum lífverum og getur ekki lifað án fjölbreytileika lífríkisins. Náttúruvernd er þannig í eðli sínu umhyggja fyrir manninum og velferð hans ekki síður en umhyggja fyrir lífríkinu (sbr. Albert Schweitzer).
Athugasemdir
Heil og sæl Ingibjörg Elsa!
Gaman að sjá þig skrifa um Wilson en ég var einmitt svo heppin að taka hjá honum kúrsa í Bandaríkjunum og fannst hann hreint út sagt frábær. Hlý og góð manneskja og afburða vísindamaður sem hefur mikil áhrif á öll þau sem á hann hlusta eða lesa...
Takk fyrir baráttuandann og upplýsandi pistla (og takk fyrir síðast!)...
Guðfríður Lilja
Guðfríður Lilja, 14.9.2007 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.