13.9.2007 | 19:43
Af hverju sofa unglingar svona mikið?
Flestir sem átt hafa ungling hafa tekið eftir því að svefnþörf þeirra er nánast óendanleg. Þeir geta sofið endalaust á morgnana en hafa tilhneigingu til að hlusta á tónlist og vaka á nóttunni. En skyldu vera vísindalegar skýringar á þessu?
Vísindamenn hafa komist að því að unglingar hafa mun meiri þörf fyrir svefn en fullorðið fólk og ekki nóg með það. Unglingar eru einnig með öðruvísi tímaskyn (svefnklukku) sem gerir það að verkum að þeir eiga erfiðara með að vakna á morgnana en fullorðið fólk. Sumir vísindamenn ganga svo langt að segja að það ættu að gilda aðrar tímasetningar fyrir unglinga en fullorðna.
Það mun þó áfram verða hlutskipti flestra unglinga að þurfa að vakna klukkan 7 á morgnana til þess að mæta í vinnu eða í skóla. En góðu fréttirnar eru þær að þetta er ekki varanlegt ástand heldur breytist þegar unglingurinn verður fullorðinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.