Er mannkynið að eyðileggja Jörðina?

c_documents_and_settings_valgeir_bjarnason_my_documents_my_pictures_2006-08_agu_hpim2556Í frumskóginum á Filippseyjum lifa hundruðir þúsunda tegunda lífvera, þar af mörg hryggdýr.  Þau munu þó ekki lifa þar mikið lengur vegna þess að einungis um 20% eru eftir af upphaflega frumskóginum og hann eyðist hratt.  

Það deyja a.m.k. 50 tegundir af lífverum út í veröldinni á degi hverjum.  Allt er þetta vegna yfirgengilegrar frekju mannkynsins og botnlausrar græðgi en regnskógunum er eytt til þess að m.a. ríkir Íslendingar geti fengið sér mahogany gólf í húsin sín.  

Við þekkjum einungis um 1,7 milljónir lífvera í dag.  En það er hugsanlegt að það séu um 100 milljónir lífvera á jörðinni.  Þá er um að ræða örverur og bakteríur sem eru svo smáar að þær sjást einungis í rafeindasmásjá eða með enn sterkari búnaði.

Við erum að eyða lífríkinu svo hratt að við náum ekki að skrásetja það allt áður en það hverfur.  Tegundir sem aldrei hafa verið skráðar í rit vísindanna hverfa af sjónarsviðinu of snemma.  Það þarf að hrinda af stað alþjóðlegu átaki til þess að skrásetja og kortleggja lífríki jarðar áður en það verður of seint.  Því verkefni má líkja við kortlagninguna á genamengi mannsins. 

Algengustu dýr á jörðinni eru ekki við mennirnir heldur nematode ormar.  Það eru til 160.000 tegundir af nematode ormum en við mennirnir erum svo miklir klaufar að við tökum ekki einu sinni eftir þeim.

Fæstir menn horfa á stjörnurnar og fæstir menn vita hvað fuglarnir og grösin heita.  Að því mun koma eftir um 100 ár að 10-15% af öllum fuglum heimsins verða útdauðir.  Á endanum verða kannski bara hrægammar eftir af fuglum himinsins.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er þörf ábending og löngu tímabær. Ef þú hinsvegar hefur lesið mikið á þessum umræðuvettvangi kemur þér varla á óvart að þú, og við öll sem reynum að vera í forsvari fyrir þessi gildi tölum fyrir daufum eyrum. Fjölmargir talsmenn markaðshyggjunnar reyna eftir föngum að gera umræðu á þessa lund tortryggilega og drepa henni á dreif með lágkúrulegum athugasemdum. Auðhyggjan þolir ekki hindranir af neinum toga og auðhyggjan er trúarbrögð ákveðinna stjórnmálaafla eins og við þekkjum. EINA leiðin er sú að minni hyggju að gera umhverfismálum hátt undir höfði í grunnskólum með lifandi fræðslu.

Sérðu fyrir þér að ráðherra menntamála hugnist neitt sérstaklega að koma því í kring?

Ég er gamall sveitamaður og þekki nokkuð lífríki náttúrunnar og það jafnvægi sem þar þarf ævinlega að hafa í huga. Ég átti langt viðtal fyrir Heima er best við minn ágæta vin og frænda Árna Waag kennara og náttúrufræðing sem amatör skömmu áður en hann lést. Hann benti mér fyrstur manna á hversu hratt þessi eyðing tegundanna væri tekin að vinna og benti mér á tölur sem mér þóttu ógnvekjandi á þeim tíma.

Þakka þér fyrir þennan pistil sem mér finnst að allir þyrftu að lesa.

En mín skoðun er sú að þangað til við fáum börnin í lið með okkur munum við, þú, ég og aðrir náttúruunnendur tala fyrir daufum eyrum.

Því miður. 

Árni Gunnarsson, 9.9.2007 kl. 21:48

2 Smámynd: Morten Lange

Tek undir að mestu með ykkur og finnst mjög þarft að ræða um þetta. Hversu mikið hefur verið skrifað um "Líffræðilegur fjölbreytileiki" á netinu ? Ekki mikið samkvæmt Google.  Mun fleiri færslur um t.d. "Jepplingur"  

En það er mjög margt sem kemur til varðandi fækkun tegunda.  Við getum til dæmis beint sjónum að til dæmis MacDonalds, eða aukandi kjötát almennt, að lífdísil sem krefst þess að enn meira land sé tekið undir ræktun, að vegagerð þvert í gegnum lítt snert svæði.  Ég er alls ekki sérfræðingur í þessu en ég er viss um að þetta sé mjög samsett og að margar lausnir eru til sem snúa að breytingu í lífsstíl okkar sem mundi hafa margvíslegar jákvæðar afleiðingar aðrar en v. fjölbreytileika lífs.  Til dæmis mundi  minnkandi kjötneysla ( á heimsvísu) gera okkur minna berskjaldaðir fyrir ýmsa sjúkdóma sem fuglaflensu, Kreutzfeld-Jacob og margt fleira.  Að nota reiðhjól í stað lífdísils, þar sem því verður við komið, mundi spara orku, bæta heilsu gríðarlega, minnka margs konar mengun heimavið notkun og förgun, úti  við hráefnisvinnslu, framleiðslu, flutning og förgun. Og þýða minni pressu á ræktanlegu landi. Almenningssamgöngur  sem nota "sönn" endurnýjanleg orka, geta virkað fínt með hjólreiðarnar og þá er í raun einkabílaeign lúxus, nema langt úti á landi.   En það væri fróðlegt að lesa úttekt á helstu ognir gegn tegundanna, og lausnir sem "sérfræðingar stinga upp á". Eitt er víst og það er að þetta hangir "allt" saman.  Til dæmis munu þessar snöggar bretingar sem IPCC spá í veðurfari  gera mörgum tegundum erfitt fyrir. Og þetta ekki, eins og sumir halda etv um einhver sæt eða ógeðsleg dýr, alla vega ekki bara.  Þetta snýst um sjálfbærni og lífsviðurværi fyrir homo sapiens.
Við lífum af náttúrunni.

Morten Lange, 13.9.2007 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband