Kapphlaupið um auðlindir Íslands og norðurslóða!

Mikið fjaðrafok hefur verið gert út af því að rússneskar flugvélar hafi flogið nálægt Íslandi nýlega.  Hins vegar þykir lítið tiltökumál þótt að alþjóðlegir og amerískir auðhringir eins og Alcoa skuli vera að kaupa upp helstu orkuauðlindir Íslendinga.  Og bráðum munu auðhringirnir vilja kaupa upp íslenska vatnið líka, verði það einkavætt eins og frjálshyggjupostularnir vilja.

Það ríkir kapphlaup um auðlindir norðurslóða um þessar mundir.  Rússar fylgjast að sjálfsögðu með og þeir hafa séð hvernig auðhringir hafa verið að grafa sig eins og moldvörpur inn í íslenskt efnahagslíf.  Eins og hagfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz bendir á í bók sinni Globalization and it´s discontents hafa rússar og rússnesk álfyrirtæki slæma reynslu af aðferðum Alcoa (Stiglitz, bls. 173-176).  Þannig að rússum líst bara hreint ekki vel á það tangarhald sem amerísku og kanadísku álfyrirtækin eru að ná á íslensku efnahagslífi.  Skyldi nokkurn furða þótt þeir fljúgi yfir Ísland til þess að sjá hvort að bandaríska fánanum sé nokkuð flaggað í Stjórnarráðinu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband