Barrtré á Þingvöllum

156030main_Conifers_JPGVar um daginn með fullt af erlendum vísindamönnum á Þingvöllum.  Einn þeirra, David Mouat kom að máli við mig og sagði undrandi:  Hvað eru þessi barrtré (conifers) að gera hérna í þjóðgarðinum?  Ég vissi ekki hverju ég átti að svara en sagði að á þessu væru fyrst og fremst sögulegar skýringar.  David sagði þá við mig eftirfarandi: Barrskógar eru dauð vistkerfi þar sem varla þrífst nokkuð líf nema trén sjálf.  Jarðvegurinn súrnar og fuglarnir fara annað.  Barrskógarnir eru einnig eitt útbreiddasta vistkerfi norðurslóða (eins og í Alaska) og því engin ástæða til þess að vernda þá sérstaklega.  Hmmm - hugsaði ég.  Í augum Davids var málið augljóst:  Barr- og grenitré eiga ekki heima í þjóðgarðinum á Þingvöllum.  Ég gat ekki annað en samþykkt viðhorf hans en benti þó á að barr- og grenitré mættu gjarnan vera annarsstaðar utan þjóðgarða en þá á afmörkuðum og sérstaklega völdum svæðum.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Barrtré eru harðgerða tré og góð í skjólbelti,en birkið og skógarnir þar sem það er eru alverg undursamlega fallegir. Í Ásbirgi er hægt að sjá muninn á barr- og birkiskógum. Og lífið sem er í birkiskóginum  er alveg frábært. Meira af birki í landgræðslu.

Brynjar Hólm Bjarnason, 9.9.2007 kl. 12:47

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Barrtré finnst mér andstyggileg tré, svo köld eitthvað og fráhrindandi.    

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.9.2007 kl. 00:59

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Getur þú gefið mér frekari útskýringar á þessu með barrtrén og vistkerfið. Ég er sjálfur með blandaðan gróður með lerki, greni og furu innan um lauftré og veit ekki betur en að blandan virki vel enda með fjölskrúðugt fuglalíf. Og ef að jarðvegurinn súrnar við þessi tré þarf ég greinilega að taka til hendinni. Vil bara vita meira um þetta.

Ævar Rafn Kjartansson, 15.9.2007 kl. 23:15

4 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Sæll Ævar. Hringdu í mig og við getum rætt um skóginn.  Ég held að það sé ekki hætta á ferðum sé barrtrjám einungis blandað saman við önnur tré í hóflegu magni.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 16.9.2007 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband