5.9.2007 | 09:05
Don´t forget the soil.
Þegar rætt er um loftslagsbreytingar og vatnsmál jarðar gleymist oft að nefna jarðveginn sem er undirstaða gróðurs og landbúnaðar. Jarðvegur bindur kolefni og heldur í vatnið þannig að það renni ekki rakleitt af yfirborði og út í sjó. Í einni lúku af jarðvegi eru ótal lífverur,heilt vistkerfi og er jarðvegur og jarðvegsþekja því eitt af því dýrmætasta sem við eigum.
Við Íslendingar höfum náð góðum árangri í að vinna gegn gróðureyðingu. Í dag tekst að græða upp meira land á ári hverju en tapast. Samt er orrustunni ekki lokið. Við þurfum að leggja meiri áherslu á landgræðslu með náttúrulegum gróðri bæði til þess að halda í jarðveginn og einnig til þess að binda eitthvað af því kolefni sem álverin losa út í andrúmsloftið.
Við skulum því ekki gleyma jarðveginum - Don´t forget the soil.
Athugasemdir
Nú er ekki komin inn áhrif Kárahnjúka á uppblástur enn. Við skulum vona að þær framkvæmdir hafi ekki eins mikil áhrif og ég er hræddur um að verði. Þar verður ekki létt verk að stöðva áfok og uppblástur.
Brynjar Hólm Bjarnason, 6.9.2007 kl. 07:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.