1.9.2007 | 00:30
Liggja þá 20% lónanna á sprungum ?
Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar sagði í viðtali á Stöð 2 nýverið að um 80% af lónum fyrirhugaðra Þjórsárvirkjana muni liggja á þéttum botni í farvegi Þjórsár sjálfrar. Ég spyr, hvað um hin 20% lónanna. Liggja þau þá kannski á sprungum ? Og er ekki nóg að 20% af lónunum leki. Ef einn vatnsdropi lekur þá fylgir yfirleitt annar í kjölfarið. Er ekki nóg að ein sprunga opnist eða færist til af öllum þeim fjölmörgu sprungum sem eru á svæðinu til þess að allt lónið fari sömu leið ?
Upplýsingafulltrúi viðurkenndi ennfremur að Landsvirkjun hefði fengið erlendan sérfræðing til þess að segja sér að ár renni helst þar sem veikleikar eru í berginu. Þetta hefði hver einasti íslenskur jarðfræðingur geta sagt Landsvirkjun og þurfti ekki erlendan sérfræðing til.
Þorsteinn Hilmarsson viðurkenndi semsé að það væru veikleikar í berginu við Þjórsá. Það er kannski það merkilegasta sem kom út úr þessu viðtali. Og einungis 80% lónanna hvíla á þéttum botni. Hvar hvíla hin 20% ?
Athugasemdir
Skarplega athugað. Upplýsingafulltrúinn er greinilega ekki of góður í prósentureikningi.
Steingerður Steinarsdóttir, 1.9.2007 kl. 18:21
Sem gamall Rangæingur með góðar tengingar í Árnessýslu, þá má ekki hrófla við Þjórsá..... Er sennilega umhverfissinni inn við beinið.
En eftir að hafa unnið við ferðaþjónustu mestan part af æfinni, þá eru þessi stóriðjuplön bara peenuts miðað við ferðamennina. Eigum við eftir nokkur ár að sýna þessum ferðamönnum stóriðjuna og kvaka um það hvað hún hafi verið nauðsynleg. Held að ferðamönnunum muni snarfækka.... Höldum landinu okkar hreinu eflum þjónustuna og ekki síst.... gerum landið að griðastað fyrir þá sem fá aldrei að vera í friði....
Fishandchips, 4.9.2007 kl. 02:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.