29.8.2007 | 22:23
Svarthol og strengjakenningin (String theory).
Ef þig langar til þess að losna við eitthvað um aldur og ævi þá skaltu henda því niður í svarthol. En inni í svartholinu er stórt tóm, risastórt ekkert, eða hvað ? Það sem virðist vera ekkert er kannski eitthvað...hmmm Strengjakenningin eða string theory segir að inni í svartholunum gætu verið strengir. Það er semsagt eitthvað inni í svartholinu sem varðveitir upplýsingar en hvað er þá strengur.
Strengir eru einskonar DNA alheimsins - eindirnar sem eru inni í atóminu eru ekki eindir heldur litlir samtengdir strengir sem víbra eins og gítarstrengur. Öll veröldin hljómar í einum miklum samhljómi. Þannig að þó að þú myndir henda einhverju ofan í svartholið þá gæti það varðveist sem minniskubbur í streng.
Eftir því hvernig strengirnir víbra koma fram hinar mismunandi agnir. Bosons og leptons og kvarkar. Ef strengjakenningin er rétt er allt sem við sjáum birtingarform strengja hmm. Skyldi Guð vera strengur og lítur hann þá kannski út eins og spaghetti ???
Og fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á þrívíddinni þá býður strengjakenningin upp á a.m.k. 11 víddir en er einhver með jöfnurnar á hreinu ?
Athugasemdir
Úff, hausinn á manni snarsnýst þegar maður veltir þessu fyrir sér.
Svava S. Steinars, 30.8.2007 kl. 23:52
Hér birtast sannarlega nýjar víddir!
Sigurður Þór Guðjónsson, 31.8.2007 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.