Burundi og Ísland - að virkja vegna græðgi eða vegna nauðsynja

burundi_01Burundi er eitt fátækasta land veraldar.  Þar búa um 7-8 milljónir manna á svæði sem er minna en Ísland.  Í grunnskólunum í Burundi er engin tölva og einungis um 20% af háskólastúdentum í Burundi hafa aðgang að einhvers konar tölvum.  Flestir íbúar landsins eru fátækir bændur sem búa á jörðum sem eru 1 hektari eða smærri.  Fólksfjölgun er mikil og margar konur eignast 5-7 börn. 

Burundi vantar rafmagn og það vantar líka dreifikerfi fyrir rafmagnið.  Þessvegna hafa íbúar Burundi hug á því að virkja þau vatnsföll sem þeir hafa til þess að hægt sé að koma rafmagni til fólksins og dreifa því um allt landið.  Ef fólkið fengi rafmagn gæti það sett upp sín eigin fyrirtæki og nýtt sér þá ótal möguleika sem rafmagnið býður upp á.

Í Burundi verða menn að virkja til þess að koma rafmagninu inn á venjuleg heimili í landinu.  Slík er ekki staða mála á Íslandi.

Ísland er eitt af ríkustu löndum heims í dag.  Flest allir eiga tölvu og  menntun og læsi er almennt.  Íslendingar aka um á glæsivögnum og borða góðan mat.  Vannæring er nánast óþekkt.  Þá vaknar spurningin:  Af hverju þurfa Íslendingar þá eiginlega að virkja?  Erum við að virkja til þess að koma rafmagni inn á íslensk heimili - NEI - við erum að virkja til þess að selja rafmagnið í hendur erlendum stórfyrirtækjum. 

Íslenskar virkjanir, sérstaklega virkjanir í neðri hluta Þjórsár eru ekkert annað en LÚXUSvirkjanir gerðar til þess að sem flestir Íslendingar geti keypt sér einkaþotur.  Er allur lúxusinn þess virði að fórna landinu og landsgæðum fyrir hann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Ég segi NEI síðustu spurningunni:  Er allur lúxusinn þess virði að fórna landinu og landsgæðum fyrir hann?

Brynjar Hólm Bjarnason, 29.8.2007 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband