Hin vísindalega aðferð

Hin vísindalega hugsun gerir ráð fyrir því að hægt sé að skilja veröldina.  Í alheiminum gildi lögmál, svokölluð náttúrulögmál, sem sé hægt að uppgötva og sanna með prófunum og mælingum (observation).  Newton sýndi fram á að sömu náttúrulögmál ættu að gilda í öllum alheiminum.

Þannig byrjar vísindamaðurinn á því að safna einhvers konar gögnum eða upplýsingum.  Hann mælir það sem hægt er að mæla, tekur viðtöl, gerir könnun eða tekur sýni.  

Síðan kemur úrvinnsla gagna, útreikningar, tölfræði og oft einhvers konar sundurgreining eða analýsa.

Þetta var auðveldi hlutinn.Cool

Síðan kemur erfiði hlutinn sem alls ekki allir vísindamenn hafa tök á, og það er að sjá heildarmyndina - sjá hvernig niðurstöðurnar falla inn í hið stóra samhengi hlutanna.  Þessi hluti hinnar vísindalegu aðferðar krefst bæði hugsunar og yfirgripsmikillar þekkingar.  

Síðan þegar samhengi hlutanna er orðið ljóst, má setja fram kenningu.  Dæmi um slíka kenningu er landrekskenningin eða kenningin um myndun sólkerfisins.

Það kemur síðan í ljós með tímanum hvort kenningin reynist sönn eða röng.  Þeir sem hafa rétt fyrir sér standa með pálmann í höndunum en hinir ekki.  Þannig þróast vísindin smám saman fram á við.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband