Einelti eða fjölelti

Einu sinni kvartaði ég yfir skrifstofustjóra stofnunar sem hafði verið sérstaklega andstyggilegur við mig og sagði yfirmanni mínum að ég teldi að það væri einelti í uppsiglingu.  Yfirmaðurinn hló og sagði að þetta væri ekki einelti -skrifstofustjórinn væri svona andstyggilegur við alla.  En hvað gerir maður ef einhver hátt settur á vinnustaðnum er andstyggilegur við mann þótt maður hafi ekki gert neitt af sér ?  Hvert á maður að leita ? Til umboðsmanns alþingis eða til sálfræðings ?  Af hverju er það alltaf fórnarlambið sem þarf að hætta á vinnustaðnum. 

Er ekki kominn tími til að kenna yfirmönnum stofnana og fyrirtækja að axla ábyrgð og leita sér aðstoðar.  Þar er til fólk sem er með doktorspróf í einelti og það eru til stjórnunarráðgjafar.  Af hverju eru þeir ekki kallaðir til?  Hvar eru sálfræðingarnir? 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Það er auðvitað ákveðinn alþýðleiki í því fólginn að vera jafnleiðinlegur við alla.

Steingerður Steinarsdóttir, 7.8.2007 kl. 15:45

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ætli sé ekki líka alþýðleiki að vera vingjarnlegur og skemmtilegur við alla.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.8.2007 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband