29.7.2007 | 10:30
Mogginn búinn að fatta þetta með vatnið
Umfjöllun Moggans um vatnsmál í dag er til mikillar fyrirmyndar og sýnir að blaðið er með á nótunum. Vatnið á Íslandi er ekki síður dýrmætt en fiskurinn í sjónum og því skiptir miklu máli að settar verði skorður við einkavæðingu vatnsveitna. Annars sitjum við uppi með kvótakerfi fyrir vatn.
Vatnsskortur er gríðarlegt vandamál víða í veröldinni og við Íslendingar ættum að þakka fyrir rigninguna a.m.k. stundum enda óbærilegt að búa við mikla þurrka. Íslandslægðin reynist í þessu sem öðru vera okkur hliðholl þar sem hún hreinsar einnig loftmassana yfir landinu og beinir mengun frá suðlægum slóðum framhjá Íslandi og norður í höf. Rigningin hreinsar loftið og sjaldan finnst mér eins gott að ganga úti eins og eftir góðan skúr.
Við mættum hins vegar huga betur að afrennslisvatninu - hvert fara regndroparnir - hvert rennur skólpið? Er fráveitukerfið í lagi í sveitarfélaginu? Fer allt kannski óhreinsað út í sjó? Lengi tekur sjórinn við segir máltækið - en hvað ef allir losa allt í sjóinn - hvað þá? Mettast hafið kannski af menguninni einhvern daginn? Losun afrennslisvatns frá fiskvinnslu og iðnaði auk sveitarfélaga á Íslandi er talsverð. Er ekki ástæða til að skoða þau mál betur?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.