Jörðin er ennþá að verða til - heimsmynd raunvísindanna

cuneiform-introSamkvæmt núverandi heimsmynd vísindanna sem gæti breyst er alheimurinn um 15 milljarða ára gamall.  Hann myndaðist í stórri sprengingu með gífurlegri orku.  Allar vetrarbrautirnar urðu til á nokkrum sekúndubrotum.

Það tók aðra 5 milljarða ára fyrir stjörnurnar að verða til og sólkerfið okkar er talið hafa myndast úr stórum snúningsdiski fyrir um 4,6 milljörðum ára.  Hvernig fyrsta fruman varð til veit enginn en hún er talin hafa myndast í hafinu fyrir um 4 milljörðum ára.  Fyrir um 3,9 milljörðum ára hófst ljóstillífun og blágrænir þörungar urðu til.  Síðan fyrir um 1,9 milljarði ára hófst myndun súrefnis en áður var mjög lítið súrefni í andrúmslofti jarðar.   Fyrir um 1,7 milljörðum ára þróuðust fjölfrumu plöntur á hafsbotninum.  Síðan gerðist lítið þangað til fyrir 570 milljón árum.  Þá varð sprenging í þróun lífsins,  til urðu skordýr, svampar, kórallar, lindýr og dýr með seil sem er vísir að hryggsúlu.  Síðan varð fjöldaútdauði (Cambrian extinctions) þar sem um 80-90% tegunda á jörðinni dóu út.  En lífið hélt áfram og fram á sjónarsviðið komu skriðdýr og hryggdýr, fiskar og tré.  Risaeðlur gengu um jörðina en grasið var enn ekki orðið til.  Í staðinn voru elftingar og tré.  Risaeðlurnar dóu síðan út að mestu en hugsanlegt er að einhverjar þeirra hafi þróast yfir í fugla (Archaeopterix).  Lífið hefur síðan haldið áfram að þróast og tekið ýmsum breytingum.  Margar tegundir hafa dáið út.  Homo Sapiens - nútímamaðurinn er einungis um 200 - 400 þús. ára.  Landbúnaðar hófst í Mesópótamíu á milli Efrat og Tígris fyrir um 10 þús. árum og um 3500 ár eru síðan að skriftin kom til sögunnar (cuneiform AB).  Nútíma þjóðríki urðu til fyrir um 400 árum og þá var mannfjöldi jarðar um 500 milljónir.  Í dag er mannfjöldi jarðar um 6,2 milljarðar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband