Jón Ólafsson búinn að fatta þetta með vatnið

Jón Ólafsson, athafnamaður, er greinilega búinn að fatta þetta sem við vatnsáhugamennirnir erum búin að vera að segja undanfarin ár.  Drykkjarvatnið á Íslandi er álíka dýrmætt og olíulindir jarðar séð í hnattrænu samhengi.  Markaður fyrir útflutning á vatni fer örugglega vaxandi vegna vatnsskorts í veröldinni og bara tímaspursmál hvenær um stórgróðafyrirtæki verður að ræða.

Hins vegar er dálítið erfitt að flytja út vatn hérlendis ef vatnið á allt að fara í það að knýja álverksmiðjur.  Það er þegar til framtíðar er litið meira gull í vatni en í áli.  Þessvegna borgar sig frekar að varðveita vatnsföllin og lindirnar heldur en að tortíma þeim í skammtímagróðafíkn.

Ég óska Jóni Ólafssyni alls hins besta með vatnsverksmiðjuna sína og vona að hann hjálpi okkur vatnsáhugamönnum að standa vörð um vatnið á Íslandi.  Hreint vatn er gullforði Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Klukk, klukk.  Bloggaðu 8 staðreyndir um sjálfa þig og klukkaðu svo fleiri.

Kolbrún Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband