Indland stefnir óðfluga að því að verða fjölmennasta ríki veraldar og fara fram úr Kína. Til þess að fæða og klæða allan þennan mannfjölda þarf mörg störf. Kínverjar eru í þann mund að fara að auka orkunotkun sína verulega og horfa þeir til kolaorku í því sambandi. Það er því mikilvægt að við Íslendingar kennum kínverjum að nýta jarðhita þannig að þeir noti ekki einungis kol við raforkuframleiðslu heldur snúi sér í meira mæli að jarðhitanum. Að flytja þekkinguna frá ríku löndunum til hinna fátækari er nauðsynlegt til þess að fátækari löndin sem eru í framþróun noti nýjustu og bestu tækni í stað þess að nota úrelta tækni 19. aldar. Það skiptir miklu máli að ríku löndin þori að flytja út hluta af þekkingu sinni. Nú er það reyndar þegar orðið svo að indverjar útskrifa fleiri doktora á einu ári en allir evrópskir háskólar samanlagðir og kínverskir nemendur eru í háskólum víða um heim. En er það svo slæmt ? Er það ekki betra ef þessar þjóðir geta menntað sig og unnið sig upp úr fátækt og eymd. Er það ekki eitt af markmiðum okkar allra að útrýma fátækt ?
Konan mín ásamt 3 systrum upplifðu það um síðustu áramót að ferðast til Indlands. Fljótlega ætla ég að senda inn á mitt blogg myndir konunnar frá ferðinni en það hefur dregist af ýmsum ástæðum. Indverjar svara nú fyrir Microsoft og leysa vandamálin þín. Þessi þjóð og kínverjar eiga eftir að verða áberandi í framtíðinni. Og helsta vandamál "stéttlausu" indverjanna hefur öðlast lausn! Ef þeir snúast til kristni eru þeir ekki lengur ofurseldir örlögum forfeðra sinna.
Ég vonandi á eftir að fara með konunni á næstunni og upplifa þetta sem hún elskar en það er spurning hvort við þurfum ekki að fara að koma upp síðu sem sýnir misnotkun alþjóðafyrirtækja eins og Adidas, Puma, Levis ofl. á börnum og þrælkun fullorðinna með allt niður í 6 krónur fyrir hverja saumaða flík!
Höfundur er efnafræðingur, Rússlandsfræðingur, þýðingafræðingur, smásagnahöfundur og baráttumanneskja fyrir réttindum einhverfra. Höfundur hefur einnig miðilshæfileika.
Athugasemdir
Konan mín ásamt 3 systrum upplifðu það um síðustu áramót að ferðast til Indlands. Fljótlega ætla ég að senda inn á mitt blogg myndir konunnar frá ferðinni en það hefur dregist af ýmsum ástæðum. Indverjar svara nú fyrir Microsoft og leysa vandamálin þín. Þessi þjóð og kínverjar eiga eftir að verða áberandi í framtíðinni. Og helsta vandamál "stéttlausu" indverjanna hefur öðlast lausn! Ef þeir snúast til kristni eru þeir ekki lengur ofurseldir örlögum forfeðra sinna.
Ég vonandi á eftir að fara með konunni á næstunni og upplifa þetta sem hún elskar en það er spurning hvort við þurfum ekki að fara að koma upp síðu sem sýnir misnotkun alþjóðafyrirtækja eins og Adidas, Puma, Levis ofl. á börnum og þrælkun fullorðinna með allt niður í 6 krónur fyrir hverja saumaða flík!
Ævar Rafn Kjartansson, 20.7.2007 kl. 01:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.