Ég er bara að vinna vinnuna mína - smá upprifjun í sagnfræði

Í Nürnberg réttarhöldunum í lok síðari heimstyrjaldar afsökuðu sakborningar sig með því að þeir hefðu einungis verið að hlýða skipunum, eða verið að vinna vinnuna sína þegar þeir skipulögðu þjóðarmorð á gyðingum.  Verkfræðingarnir reiknuðu út lestarferðirnar,  arkitektar skipulögðu fangelsin og þar fram eftir götunum.  Allt var þetta vandlega skipulagt.

Í þessum réttarhöldum var vandlega tekið á málinu um siðferðislega ábyrgð, þ.e. hver og einn ber endanlega ábyrgð á gjörðum sínum hvort sem hann hefur fengið fyrirskipun eða ei.  Þannig er einstaklingurinn alltaf siðferðislega ábyrgur, jafnvel þótt að hann sé í mjög erfiðri stöðu gagnvart yfirboðara sínum.  

Tökum nýlegra dæmi.  Verkfræðingur sem vinnur við að hanna jarðsprengjur í vopnafyrirtæki.  Hann segist bara vinna vinnuna sína og ef hann gerði það ekki myndi einhver annar bara koma í hans stað.  Jarðsprengjunum er síðan dreift í Líbanon þar sem börn leika sér og mörg þeirra örkumlast af völdum sprenginga.  Samkvæmt réttarhöldunum í Nürnberg, ber verkfræðingurinn persónulega ábyrgð á dauða fjölda barna.  Hann getur ekki afsakað sig með því að hann sé bara að vinna vinnuna sína.

Á Íslandi í dag er til fólk sem vinnur markvisst að því að eyðileggja náttúruna en það segist einungis vera að vinna vinnuna sína og telur sig ekki bera neina ábyrgð.  Hver ber ábyrgðina verður spurt einhverntímann í framtíðinni ?  Er einhver persónulega ábyrgur ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Takk fyrir þetta:  Hvenær drepur maður börn?

Lækjarsprænan Þjórsá og vald Landsvirkjunar

Það er komið nóg af ekki of vel gefnum stjórnmálamönnum hér á landi. 

Ævar Rafn Kjartansson, 18.7.2007 kl. 02:23

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Athyglisvert

Steingerður Steinarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband