Hvað eru mótmæli - eiga þau rétt á sér ?

Almenna reglan í lýðræðisríkjum er að meirihlutinn á að ráða.  Það breytir því ekki að Adolf Hitler komst til valda á lýðræðislegan hátt í Þýskalandi á sínum tíma, og náði að halda völdum í fjölda ára MEÐ STUÐNINGI HINS ÞÖGLA MEIRIHLUTA.  Þá vaknar upp spurningin ?  Hefði verið rétt að efna til mótmæla gegn Hitler, eða var það óleyfilegt vegna þess að hann var lýðræðislega kjörinn og hafði stuðning almennings ?  Hefðu mótmælendur verið handteknir ?

Á sama hátt, ef lýðræðisríki hefur þróast þannig að það er alltaf sami hópur fólks og fyrirtækja sem ræður þjóðfélaginu,  en nokkur stór minnihluti fólks fær ekkert að segja um örlög sín (eða náttúrunnar) árum eða áratugum saman,  er þá ekki líklegt að óánægja og ólga í þjóðfélaginu aukist smám saman ?

Hitt er annað mál, að það er fáránlegt að mótmæla fyrir framan lögreglustöð Reykjavíkur.  Er ekki verið að mótmæla eyðileggingu á náttúrunni ?, eða er verið reyna að ögra lögreglunni ?  Ekki er það lögreglan sem tekur ákvarðanir um náttúruvernd á Íslandi.  Þær ákvarðanir eru teknar annarsstaðar.  Eða hvað,  er lögreglan kannski ómeðvitað farin að taka afstöðu í náttúruverndarmálum ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, mótmælendur hefðu alveg örugglega verið handteknir fyrir að mótmæla í Þýskalandi nasismans.

"Saving Iceland" mótmælendurnir voru hinsvegar ekki´handteknir fyrir það að mótmæla, heldur að mótmæla í óleyfi á mikilvægri umferðargötu. Áður en gangan var leyst upp var þeim boðið að fara Laugarveginn í staðinn.

(Reyndar tókst nasistum aldrei að vinna hreinan meirihluta í Ríkisþinginu)

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband