10.7.2007 | 18:10
Hvað er vatn?
Vatnið er undirstaða alls lífsins á jörðinni. Talað er um að lífið á jörðinni sé vatnháð eða "water based". Vatn er eitthvað sem allir menn þurfa nauðsynlega á að halda og geta alls ekki verið án. Hvernig finnst þér þá sú tilhugsun að einkafyrirtæki og einkaaðilar eigi allt drykkjarvatn á Íslandi? Eða jafnvel að erlend vatnsfyrirtæki eins og Evian eða Ramlösa kaupi sig inn á íslenska markaðinn ?
Grunar mann ekki að verðið á vatninu hækki ef vatnsveitur verða einkavæddar ? Og hvað með fátæka öryrkja sem þurfa að velja á milli þess að kaupa sér sígarettur eða að kaupa sér vatn ? Einkafyrirtæki eru engar góðgerðarstofnanir og alls óvíst að þau tryggi jafnan aðgang allra að vatni. Þau geta sagt, Nei það er of dýrt að koma vatninu til þín og við leggjum ekki nýja vatnsleiðslu til ykkar. Fyrirtæki hafa almennt séð enga samfélagslega ábyrgð nema stjórnendurnir séu dýrlingum líkir sem þeir eru sjaldnast.
Væri ekki betra að reka vatnsveiturnar á sameiginlegum grundvelli okkar allra þannig að við eigum þær öll í sameiningu. Þá er það a.m.k. öruggt að allir eiga jafnan rétt að vatni. Auk þess eru svo fáir sem eiga peninga hér á landi að þetta eru alltaf sömu mennirnir sem eru að kaupa fyrirtækin sem seld eru. Hér á landi er engin almennileg samkeppni - og hún verður heldur ekki á vatnsveitumarkaðnum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.