Ánægjulegur dagur

isaac-bashevis-singerEr að lesa A Day of Pleasure eftir Isaac Bashevis Singer.  Þar segir hann frá barnæsku sinni í gyðingahverfi Varsjár á árunum fyrir fyrri heimstyrjöldina.  Faðir hans var rabbíi og afi hans var rabbíi og faðir hans sat alltaf við og las Talmúd.  Allir á heimilinu höfðu gaman af því að segja sögur, faðirinn sagði sögur af hinu yfirnáttúrulega, bróðirinn sagði sögur af öðrum þjóðum og systirin sagði rómantískar sögur.  En Isaac litli var ekki nema fjögurra - fimm ára þegar hann byrjaði að segja sínar eigin sögur fyrir krakkana í hverfinu og þau hlustuðu opinmynnt.  Hvílík frásagnargáfa og hvílíkt ímyndunarafl.  Isaac Bashevis Singer skrifaði alla tíð sögur sínar á jiddísku og hann fékk að lokum bókmenntaverðlaun Nóbels.  Frásagnir Singers af barnæsku sinni í Varsjá eru gersemar sem aldrei verða of oft lesnar.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband