
Ógna loftslagsbreytingar og náttúruvá þeirra vegna öryggi í heiminum ? Breska ríkisstjórnin telur svo vera, svo og mörg aðildarríki Sameinuðu Þjóðanna, sem ræddu málið á opnum fundi nýverið. Sérfræðingar í alþjóðastjórnmálum telja að loftslagsbreytingar geti haft jafn mikil áhrif á heimsmálin og kalda stríðið gerði þegar það stóð sem hæst. Bandaríska þingið er farið af stað og vill láta rannsaka möguleg áhrif loftslagsbreytinga á öryggi heimsins. Margir hershöfðingjar vara við því að loftslagsbreytingar geti valdið óstöðugleika í fátækustu héruðum heims og valdið því að infrastrúktúr ríkja geti hrunið og ástandið orðið svipað og það er í Sómalíu og Darfur í Súdan. Þegar ríkisstrúktúrinn fellur saman og stríðsástand ríkir í fátækum löndum eykst hættan á hryðjuverkum og öðrum öfgum. Það er hætt við því að loftslagsbreytingar muni skapa flókið hernaðarlegt ástand í fátækustu ríkjum heims, - ástand sem gæti verið bæði hættulegt og ótryggt. Heilu ríkisstjórnirnar gætu jafnvel fallið þegar sýður upp úr. Þetta er því mál sem helstu leiðtogar heims hafa miklar áhyggjur af. Heimild: Thomas Homer-Dixon.
Athugasemdir
Jörðin er einfaldlega óstöðugt fyrirbæri og er í stöðugri breytingu, hún hefur oft drepið milljarða lífvera með eðlilegum breytingum. Við eigum ekki að velta okkur upp úr þessu, frekar að einbeita einhverju sem við getum haft raunveruleg áhrif á (t.d. stríð mannsins eða fátækt). Annars ekki furðurlegt að stjórnmálaöfl hafi áhuga á þessu, rétt eins og hryðjuverk er það góð afsökun fyrir aukningu á tekjum/starfsemi ríkisins á meðan frelsi einstaklinga og fyrirtækja er minnkað.
Ég allavega er ekki sannfærður að Co2 sé helsta ógn mannkyns þó það séu loftslagsbreytingar í gangi. Mælingar hófust þegar jörðin var ennþá að jafna sig eftir ísöld, því mjög eðlilegt að hitastig hafi farið hækkandi. Jörðin hefur oft verið heitari eða kaldari, einnig hefur Co2 magn verið meira fyrir iðnbyltinguna.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.