
Í sumar kom ég til borgarinnar Trier, einnar elstu borgar Þýskalands, og heimsótti þar m.a. Karl Marx Haus þar sem hann fæddist. Í húsinu er nú safn um ævi heimspekingins og það merkilegast sem mér fannst við ævi hans var að hann lést ríkisfangslaus og blásnauður án þess að hafa hugmynd um að heilu samfélögin yrðu einhvern tímann byggð upp samkvæmt hans kenningum. Eða hvað. Í raun og veru má deila um það að hve miklu leiti Marx-Leninisminn var Marxismi. Útgáfa Leníns af marxismanum var aðlöguð að rússneskum aðstæðum. Í raun og veru var Lenin alltaf að bíða eftir byltingu í Þýskalandi, en þegar hún lét á sér standa og hann frétti af óeirðum í Rússlandi flýtti hann sér til Rússlands frá Finnlandi og er sú ferð hans fræg. Það sem var síðan ekki rætt um í rússneskum kennslubókum í sögu var að þegar byltingin 1917 átti sér stað í Rússlandi var það Trotsky sem stjórnaði byltingarliðum og rauða hernum, en ekki Lenin. Lenin var í Finnlandi og kom svo seint til Rússlands að byltingin var að miklu leyti yfirstaðin þegar hann mætti til leiks. Eða var kannski bara fyrsta hluta byltingarinnar lokið ? Það næsta sem tók við var borgarastyrjöld sem lauk með sigri boshevika. Það er reyndar athyglisvert þegar rússneska byltingin er skoðuð, að hún gengur engan veginn nógu langt til að bylta raunverulega strúktúr samfélagsins. Þegar Nikulás II rússakeisari afsalaði sér völdum myndaðist gríðarlegt valdatóm, sem bolshevikum tókst á ótrúlegan bíræfin hátt að fylla. Rauðliðar náðu völdum, en það að ná völdunum var kannski ekki svo erfitt, heldur miklu fremur að halda þeim. Að veldi rússneska kommúnistaflokksins skyldi halda alveg til ársins 1991 (frá 1917) er ótrúlegt. Þegar Trotsky náði völdum árið 1917 spáði enginn honum nema nokkurra mánaða veldistíma. Það má því segja að það sé merkilegt að sovésk-kommúníska skipulagið skuli ekki hafa hrunið miklu fyrr.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.