Ár úr steini

 

Verkfræðingarnir byggja

Ár úr steini

Malbika farvegi

Setja lækina

Í litlar pípur sem

Stækka og verða

Að risastórum ræsum sem

Renna undir

Stíflur og

varnargarða

þangað til að allt

er orðið

Svo flókið

Að enginn skilur

Það lengur

Nema Guð

Og þá Gefast þeir upp

Höfundur:  Ingibjörg Elsa Björnsdóttir 2007


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband