Hvað eru þýðingar?

Þýðingar hafa lengi verið látnar sitja í skugganum af hinum miklu bókmenntum.  Þær hafa þótt einhvern veginn óæðri en það að frumsemja texta, þótt ferlið við að þýða og frumsemja sé að mörgu leyti líkt og starf þýðandans ekki alls óskylt starfi rithöfundarins.  Enda hafa margir rithöfundar einnig verið þýðendur og margir þýðendur asnast til að skrifa bók.  En núna er þýðingarfræðin komin fram á sjónarsviðið,  sérstök grein sem leitast við að rannsaka þýðingar, þýðingarferlið og jafnvel þýðendur sjálfa.  Nú er hægt að mennta sig sérstaklega sem þýðanda.  Ég hef verið svo heppin að taka nokkur námskeið í þýðingarfræði og þýðingarsögu og verð ég að segja að það hefur verið einstaklega skemmtilegt.  Fagið er áhugavert,  gaman að þýða og gaman að vera með stúdentum sem eru menntaðir í mörgum tungumálum.  Samfélag margra tungumála er eins og samfélag mannkynsins þar sem samskipti eru bæði skemmtileg og flókin.  En þýðingar eru skemmtilegar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband