1.7.2007 | 09:59
Hin nauðsynlegi óvinur
Bismarck sameinaði Þýskaland með því að fara í nokkrar styrjaldir og sameina þjóðina gegn óvininum. Það er gömul Machiavellísk stjórnviska að það er auðveldara að stjórna þjóð ef hún á sér sameiginlegan óvin eða ytri ógn. Það var því lífsnauðsynlegt í lok kalda stríðsins fyrir Bandaríkjamenn að finna sér nýjan óvin. Rússar voru ekki lengur óvinurinn og Bandaríkjamenn stóðu uppi óvinalausir. Hvernig áttu þeir að geta réttlætt vopnaframleiðslu sína og hernaðarhyggju ? Eftir atburðina í N.Y. greip Bush tækifærið og bjó til nýjan óvin fyrir Bandaríkin. Óvinurinn er dökkur, svartskeggjaður og aðhyllist önnur trúarbrögð. Hann er framandi og talar óskiljanlegt mál. Hvað hann heitir veit enginn. Aðalatriðið er að það er kominn nýr óvinur sem skapar hina utanaðkomandi ógn. Væri einhver utanaðkomandi ógn ef misskiptingin á milli jarðarbúa væri ekki jafn mikil og raun er, væri einhver ógn ef ríkisstjórnir vestrænna ríkja þyrftu ekki á ógninni að halda til að réttlæta hernaðarhyggju sína. Hver er hinn raunverulegi óvinur ?
Athugasemdir
Ah, en taktu eftir að þetta er tvíþætt hjá Bandaríkjamönnum, því það er ekki aðeins að þeir finni sér utanaðkomandi ógn, þeir þurfa líka að halda þegnum sínum skjálfandi af hræðslu yfir öllu.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.7.2007 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.