Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna - flott eða fáránlegt?

Ég hef verið að spyrja sjálfa mig að því hvaða erindi Ísland eigi í Öryggisráð S.Þ. og ég hef ekki enn fundið erindið.  Nema það sé að vera aukaatkvæði fyrir Bandaríkjamenn og að rétta alltaf upp hendina þegar Bandaríkjamenn réttu upp hendina. 

Ég skil ekki ennþá af hverju Ísland er ekki með sjálfstæða UTANRÍKISMÁLASTOFNUN þar sem sérfræðingar í heimsmálum koma saman og móta sjálfstæða utanríkisstefnu Íslendinga.  Utanríkisstefna Íslendinga virðist endurspeglast í því að treysta bandaríkjamönnum algjörlega fyrir öllu og gera bara það sem þeir segja.  Með allri virðingu fyrir bandaríkjamönnum, þá held ég að þeir beri hag Íslands ekki alltaf fyrir brjósti.  Ég get t.d. ekki skilið hvaða hag íslendingar höfðu af því að styðja innrásina í ÍRAK. 

Er ekki kominn tími til þess að við setjum á stofn UTANRÍKISMÁLASTOFNUN og tökum sjálfstæðar ákvarðanir í heimsmálunum.  Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Jóhannsson

Heyr heyr!

Jóhann Páll Jóhannsson, 2.7.2007 kl. 20:53

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Hvenær verðum við í Öryggisráðinu? Er það þegar við í VG erum farin að hafa áhrif á utanríkisstefnuna? Mér finnst rétt að taka þátt í alþjóðastarfi og að það geti verið gagn að því að eiga sæti í Öryggisráðinu. Mér hugnast ekki þjóðernisleg einangrunarstefna. Finnst tillaga þín um utanríkismálastofnun vera góð.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.7.2007 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband