Hafið temprar loftslagsbreytingar - ennþá

hafidVísindamenn eru farnir að benda á að hafið er að súrna vegna þess að það tekur upp svo mikið magn koltvíoxíðs úr andrúmsloftinu.  Hafið temprar þannig loftslagsbreytingar á meðan það tekur til sín mikið magn gróðurhúsalofttegunda.  En hve lengi tekur hafið við ?

Það er mögulegt að hafið geti einungis tekið við ákveðnu magni koltvíoxíðs og þegar mettun er náð muni hafið taka upp mjög lítið magn koltvíoxíðs.  Ef það gerist mun hlýna mun hraðar á jörðinni og loftslagsbreytingar verða mun áþreifanlegri og hraðari en áður.   

Þannig er það hafið sem kemur í veg fyrir að við finnum af fullum krafti í dag fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, en hve lengi tekur hafið við ?  Auk þess súrnar hafið alltaf meir og meir sem gæti haft afleiðingar á fiskistofna og allt líf í hafinu.  Er losun gróðurhúsalofttegunda virkilega svona mikilvæg að við séum tilbúin að fórna hafinu fyrir hana ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband