Aðrir skemmtilegri hlutir

rusl2Jæja, maður verður bara hálf þunglyndur á því að hugsa alltaf um þessi umhverfismál.  Ekkert nema virkjanir og álver á teikniborðinu og bara örfáir einstaklingar sem reyna að berjast eitthvað á móti.  Og ef álverin koma manni ekki í vont skap, þá er alltaf hægt að hugsa um loftslagsbreytingar.  Í Bandaríkjunum eru vísindamenn farnir að velta því fyrir sér hvernig jörðin verði án mannkynsins, en þeir eru líka alltaf svo svartsýnir þarna í Bandaríkjunum.

Svo að ég ætla að blogga um aðra skemmtilega hluti.  Nú erum við hjónin nefnilega komin með garð og þurfum því heldur betur að taka til hendinni.  Það er þó bæði ljúft og skemmtilegt þegar veðrið er svona gott.  En verkfærin vantaði þannig að við fórum og keyptum hrífur og sköfur, og klippur og hjólbörur þannig að nú verður kantskorið og unnið í garðinum.  Ekki veitir af.  Umhverfisfræðingur verður náttúrulega að vera til fyrirmyndar og moltugerðin er að fara af stað.  Sorpflokkunarkerfi heimilisins verður jafn flókið og hjá NASA og vei þeim sem hendir gleri í málm, eða málmi í gler.  Og ekki segja að þetta endi allt í sama gáminum, vegna þess að það gerir það ekki !Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband